Gunnar Inig

Enn er beðið eftir að Isavia klári flugljósamálið á Heimaklett

23.01.2020 kl 21:42

Á bæjarstjórnarfundi núna í kvöld var enn og aftur rætt flugljósið á Heimaklett, það er ótrúlegt hvað það mál er búið að dragast á langinn. Íris Róbersdóttir bæjarstjóri segir frá að hún hafi sent tölvupóst til fulltrúa Isavia og óskað eftir svörum frá þeim. Íris hefur fengið fjöldann allan af kvörtunum frá flugstjórum Ernis og þeim samgöngum í flugi sem hafa þurft að fella niður flug vegna þess.

Svarið sem Íris fékk frá fulltrúa Isavia var á þann veg að þau séu einnig orðin þreytt á þessu ástandi og bíði þess að veðrið verði betra og að Landhelgisgæslan verði laus, þá með þyrluna til að getað farið í að flytja sólarselluhúsið upp á Heimaklett.

En þess má geta að Gæslan var hérna í Vestmannaeyjum þann 9.desember síðastliðinn og kannaði aðstæður upp á Heimaklett meðal annars.

Hvað á að draga þetta mikið lengur á kannski að bíða eftir að neyðarástand verði ?

Ljósmynd: Gunnar Ingi

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search