Miðvikudagur 24. apríl 2024

Engu mátti muna að illa færi

Engu mátti muna að illa færi í morgun þegar bryggjupolli brotnaði með þeim afleiðingum að Huginn VE losnaði frá bryggju.

Tígull heyrði í Guðmundi Inga Guðmundssyni skipstjóra Hugins VE nú upp úr hádegi.

Guðmundur Ingi ásamt einum háseta rétt náðu að hoppa um borð en báturinn hékk aðeins á einum spotta þegar þeir komu að. Í fyrstu hélt Guðmundur Ingi að skipið væri laust frá en sá svo að sem betur fer hélt einn spotti enn.
Huginn VE kom í land í gærkvöldi með rúmlega 2000 tonn af Loðnu og beið eftir að komast í löndun þegar atvikið átti sér stað.  Guðmundur Ingi segir að það myndist oft sog í höfninni og þegar báturinn er svona þungur þarf ekki mjög mikið til að svona gæti gerst. En ekki er algengt að polli losni frá bryggju líkt og hér gerðist.

Þegar Tígull heyrði í Guðmundi Inga var Huginn nýfarinn í löndun og stefna þeir á að halda til veiða á ný fljótlega eftir löndun sem verður ekki fyrr en seint í nótt eða snemma í fyrramálið.

Þar sem pollinn var
Huginn VE 55 nú kominn í löndun

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search