Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Arnar Richardsson greindist með covid19 22. mars síðastliðinn og endaði á að vera fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur 30. mars þar sem hann var lagður inn á deild A7, sem er deild fyrir Covid-19 sjúklinga. “Að liggja inn á Landspítalanum á deild A7 er lífsreynsla sem maður gleymir seint. “ segir Arnar. En Tígull fékk að spyrja hann út í veikindin.

 

Nafn, fjölskylda og aldur:

Arnar Richardsson 46 ára, eiginmaður, 4 barna faðir og afi.

Hvenær greindist þú?

Ég greinist 22. mars.

Hvernig grunaði þig að þú værir smitaður?

Ég var alveg viss þegar ég missti bragð og lyktarskyn.

Hvernig lýstu veikin sér hjá þér?

Mjög mikill þurr hósti, hár hiti, verkir og ónot í öndunarvegi, lungnabólga og mjög mikil þreyta. Til dæmis gat ég varla komið upp orði í viku.

Varstu við fulla heilsu þegar þú greindist?

Ég var í fínu Metabolic formi og var duglegur að æfa og hlaupa. T.d. hljóp ég 12 km 10 dögum fyrir veikindi og réri 5 km 2 dögum fyrir veikindin.

Hvað varstu lengi veikur?

Veikindin vöruðu í 5 vikur, þar af 5 dagar á sjúkrahúsi.

Hvernig ertu í dag 4 mánuðum eftir útskrift?

Ég á ennþá töluvert í land, ég er í raun Þreyttur á því að vera þreyttur og á erfitt með að koma mér í fyrra stand. Ef ég geri of mikið þá kemur bakslag og ég virðist vera lengur að ná fyrri styrk.

Hvað viltu ráðleggja fólki sem var að greinast?

Farið eftir leiðbeiningum og passið að smita ekki út frá ykkur. Annars er erfitt að gefa ráðleggingar þar sem veikindin geta verið svo mismunandi á milli einstaklinga.

Hvað viltu ráðleggja fólki sem tekur þessu ekki full alvarlega ?

Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þú gerir lítið þegar heilsan er farin, þessi vírus getur

dregið þig til dauða.

Hvernig leið þér þegar þú fékkst jákvæða niðurstöðu út testinu?

Ekki vel enda fárveikur. Vildi helst bara sofa þetta úr mér.

Gerðir þú þér grein fyrir alvar-leikanum þá ?

Já og miðað við fréttaflutninginn af ástandinu á þeim tíma þá var ég í raun mjög hræddur við

veikindin.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search