Engin ný smit síðan 30. september | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Halldór B Halldórsson

Engin ný smit síðan 30. september

14.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn:

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðan 30. september sl.

Eru nú tveir í einangrun og þrír í sóttkví í Vestmannaeyjum.

Nú er vetrarfrí framundan í grunnskólanum og gerir fólk sér gjarnan dagamun í slíkum fríum, t.d. með ferðum á fastalandið. Því vil aðgerðastjórn enn á ný biðla til bæjarbúa að forðast óþarfa ferðalög. Við verðum að fara varlega þar sem veiran fer ekki í vetrarfrí.

Við erum í viðkvæmri stöðu þar sem fjölmörg smit hafa greinst á landinu síðustu daga og er faraldurinn enn í vexti.

Okkur hefur tekist vel til í þessari þriðju bylgju og hafa aðeins fimm smit greinst hér í Vestmannaeyjum. Smitvarnir hafa verið til fyrirmyndar hjá bæjarbúum, fyrirtækjum og stofnunum og hafa allir lagst á eitt í þeim efnum.

Vil aðgerðastjórn því þakka ykkur fyrir að vera til fyrirmyndar.

Höldum áfram að hjálpast að, hvetjum hvort annað áfram og stöndum saman.

Samstaða er besta sóttvörnin!

F.h. aðgerðastjórnar,

Arndís Bára Ingimarsdóttir, aðgerðastjóri

Forsíðumynd. Halldór B. Halldórsson

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Rafræn foreldraviðtöl gengu vel – 95% foreldra ánægð með fyrirkomulagið
Örhelgistund frá Landakirkju – myndband
Markmiðið að þétta miðbæinn og eldri hverfi með því að byggja á lausum lóðum
Ragnar Þór Jóhannsson kosinn formaður Farsæls
Ör hugvekja á sunnudegi – séra Guðmundur Örn með hlý orð
Sólakrílin syngja og dansa sig inn í helgarfríið

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X