Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðan 12. ágúst síðastliðinn.
Enn eru sex einstaklingar í einangrun og 28 í sóttkví. 49 hafa lokið sóttkví.
Viðbrögð samfélagsins hafa verið gríðarlega góð allt frá því að veiran greindist hér eftir verslunarmannahelgi og tókst strax að hefta útbreiðslu hennar. Bæjarbúar hafa gætt vel að einstaklinsbundnum sóttvörnum auk þess sem almennar smitvarnir eru til fyrimyndar hjá stofnunum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. Þannig hefur okkur tekist að halda samfélaginu gangandi og takast á við stöðuna. Þetta hefur tekist vel og er það þakkarvert.
F.h. aðgerðastjórnar,
Arndís Bára Ingimarsdóttir, aðgerðastjóri.