23.10.2020
Í dag verður farið í endurnýjun á umferðarljósum á gatnamótum Heiðarvegar og Strandvegar.
Ljósin sem nú eru á gatnamótunum eru orðin gömul og erfitt að fá varhluti í þau og því hafa Vegagerðin og Vestmannaeyjabær ákveðið að endurnýja ljósin og færa til nútímahorfs. Nýju ljósin eru LED ljós með fullkomnari umferðarstýringum heldur en gömlu ljósin hafa boðið upp á og vonandi munu bilunum fækka og viðbragstími styttast.
Reiknað er með að verkið taki nokkra daga og eru ökumenn beðnir um að sýna aðgætni og fara eftir umferðarmerkingum sem eru á staðnum.
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar.
Greint er frá þessu á vef Vestmannaeyjabæjar