23.11.2020
Bæjarráð tók fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Markaðsstofu Suðurlands þar sem óskað er eftir endurnýjun samstarfssamnings við markaðsstofuna. Jafnframt er í erindinu kynnt hugmynd um breytingu á markaðsstofunni í svokallaða áfangastaðastofu.
Óskar framkvæmdastjórinn eftir því við Vestmannaeyjabæ að fá að kynna breytingarnar í sérstakri kynningu.
Þar sem hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum sjá ekki hag sinn í áframhaldandi samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands og hafa óskað eftir að fjárveitingar Vestmannaeyjabæjar til á grundvelli samstarfssamnings, renni frekar til verkefna á vegum Ferðamálasamtaka Vestmannaeyjabæjar, hefur bæjarráð ákveðið að endurnýja ekki samning við markaðsstofuna um áframhaldandi samstarf.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að svara erindi framkvæmdastjóra Markaðsstofu Suðurlands. Jafnframt felur bæjarstjóra að óska eftir kynningu á hlutverki áfangastaðastofu og meta hvort það þjóni hagsmunum Vestmannaeyjabæjar að taka þátt í slíku samstari.
Forsíðumynd: Halldór B. Halldórsson