Þriðjudagur 26. september 2023

Endurnýja ekki samning við Markaðstofu Suðurlands – peningunum betur varið til Ferðamálasamtaka Vestmannaeyjabæja

23.11.2020

Bæjarráð tók fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Markaðsstofu Suðurlands þar sem óskað er eftir endurnýjun samstarfssamnings við markaðsstofuna. Jafnframt er í erindinu kynnt hugmynd um breytingu á markaðsstofunni í svokallaða áfangastaðastofu.

Óskar framkvæmdastjórinn eftir því við Vestmannaeyjabæ að fá að kynna breytingarnar í sérstakri kynningu.

Þar sem hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum sjá ekki hag sinn í áframhaldandi samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands og hafa óskað eftir að fjárveitingar Vestmannaeyjabæjar til á grundvelli samstarfssamnings, renni frekar til verkefna á vegum Ferðamálasamtaka Vestmannaeyjabæjar, hefur bæjarráð ákveðið að endurnýja ekki samning við markaðsstofuna um áframhaldandi samstarf.

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að svara erindi framkvæmdastjóra Markaðsstofu Suðurlands. Jafnframt felur bæjarstjóra að óska eftir kynningu á hlutverki áfangastaðastofu og meta hvort það þjóni hagsmunum Vestmannaeyjabæjar að taka þátt í slíku samstari.

Forsíðumynd: Halldór B. Halldórsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is