Inni á vef dómsmálaráðuneytisins er embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum auglýst laus til umsóknar.
Sýslumenn fara með framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, hver í sínu umdæmi, eftir því sem lög og reglugerðir eða önnur stjórnvaldsfyrirmæli kveða á um. Þar á meðal fara þeir með innheimtu opinberra gjalda, að því leyti sem hún er ekki falin öðrum. Sýslumenn bera faglega, fjárhagslega og stjórnunarlega ábyrgð á rekstri embætta sinna í samræmi við lög og önnur stjórnvaldsfyrirmæli.
Auk hefðbundinna verkefna sýslumannsembætta annast Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum m.a. löggildingu skjalaþýðenda og dómtúlka og sérverkefni samkvæmt samningi við dómsmálaráðuneytið, auk nýrra verkefna er ráðuneytið mun fela Sýslumanni, með hliðsjón af umfangi stjórnunar embættisins.
Umsóknum skal skila rafrænt á starf@dmr.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknarfrestur er til 31. desember nk.
Lesa má nánar um skilyrði og starfslýsingu hér