Embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum auglýst | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
79405408_1294074887446101_4205594953625108480_n

Embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum auglýst

Inni á vef dómsmálaráðuneytisins er embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum auglýst laus til umsóknar

Sýslumenn fara með framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, hver í sínu umdæmi, eftir því sem lög og reglugerðir eða önnur stjórnvaldsfyrirmæli kveða á um. Þar á meðal fara þeir með innheimtu opinberra gjalda, að því leyti sem hún er ekki falin öðrum. Sýslumenn bera faglega, fjárhagslega og stjórnunarlega ábyrgð á rekstri embætta sinna í samræmi við lög og önnur stjórnvaldsfyrirmæli. 

Auk hefðbundinna verkefna sýslumannsembætta annast Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum m.a. löggildingu skjalaþýðenda og dómtúlka og sérverkefni samkvæmt samningi við dómsmálaráðuneytið, auk nýrra verkefna er ráðuneytið mun fela Sýslumanni, með hliðsjón af umfangi stjórnunar embættisins.

Umsóknum skal skila rafrænt á starf@dmr.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknarfrestur er til 31. desember nk.

Lesa má nánar um skilyrði og starfslýsingu hér

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Lista- og menningarverkefnið 1000 Andlit Heimaeyjar í Landandum í kvöld
Mikið um lausagang sauðfés í Vestmannaeyjum
Myndaveisla í makríl og síldinni heilsað
Hin árlega sýning
Njáll og Trausti í live viðtali vegna fjölgun bæjarfulltrúa – rök með og á móti – myndbönd
Heimasíða 1000 Andlit komin í loftið – Landinn fjallar um verkefnið í næsta þætti á Rúv

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X