Miðvikudagur 7. júní 2023

Embætti forstjóra Landspítala laust til umsóknar

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Landspítala

Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Á spítalanum er veitt sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir alla landsmenn og almenn sjúkrahúsþjónusta fyrir íbúa heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins. Nánar er kveðið á um hlutverk hans í lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu. Á Landspítala starfa á sjötta þúsund starfsmenn og er spítalinn einn stærsti vinnustaður landsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

Forstjóri ber ábyrgð á að Landspítali starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem heilbrigðisráðherra setur.Forstjóri ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem spítalinn veitir, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við lög um opinber fjármál nr. 123/2015 og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.

Lögum samkvæmt skal forstjóri hafa háskólamenntun og/eða reynslu af rekstri og stjórnun sem nýtist honum í starfi.

Hæfniskröfur

  1. Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi er skilyrði.
  2. Reynsla af rekstri og stjórnun, þ.m.t. mannaforráð, sem nýtist í starfi er skilyrði.
  3. Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði.
  4. Reynsla af stefnumótun og innleiðingu nýunga er skilyrði.
  5. Skýr framtíðarsýn.
  6. Þekking á sviði heilbrigðisþjónustu.
  7. Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu.
  8. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  9. Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti er skilyrði.
  10. Góð kunnátta í ensku og kunnátta í a.m.k. einu Norðurlandamáli.

Kostur er að umsækjandi hafi þekkingu á fjármálum hins opinbera.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Um laun forstöðumanns fer eftir 39. gr. a í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til 5 ára frá 1.mars  2022.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri,  asta.valdimarsdottir@hrn.is

Umsóknir með upplýsingum um núverandi starfsheiti umsækjenda ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun, fyrri störf og afrit af prófskírteinum skulu berast heilbrigðisráðuneytinu, í gegnum ráðningarkerfi ríkisins eða á netfangið: hrn@hrn.is eigi síðar en 1. nóvember nk.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.11.2021

Nánari upplýsingar veitir

Ásta Valdimarsdóttir – asta.valdimarsdottir@hrn.is

 

(Auglýsingin hefur einnig verið birt á vefnum www.starfatorg.is)

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is