Tígull forvitnaðist um Eyjamanninn Jósef Róbertsson, aðstoðarverslunarstjóra Krónunnar í Eyjum. Hann er fæddur og uppalinn í Eyjum, flutti en kom aftur 2018.
Nafn: Jósef Róbertsson (Jobbi).
Aldur og fjölskylda: 42 ára á 3 börn eina 20 ára stúlku, 16 ára stúlku og 12 ára dreng.
Starf: Aðstoðarverslunarstjóri í Krónunni Vestmannaeyjum.
Fæddur og uppalinn Eyjamaður en flutti frá Eyjum 2003.
Boðið starf í Krónunni í Eyjum sumarið 2018.
Aðspurður um starfið og vinnustaðinn sagði Jobbi:
„Venjulegur dagur hefst á bakstri fyrir kaffikallana sem koma um hálftíu. Síðan er það grænmetið, að fylla á og svo bara öll tilfallandi verk.
Bændamarkaðurinn er einu sinni á ári, þrjár til fjórar helgar og kemur uppskeran til okkar daginn eftir upptöku sem tryggir ferskleika vörunnar.
Það er frábær kjarni af gríðarlega reynslumiklu fólki að vinna hérna í Krónunni í Eyjum og virkilega góður andi ásamt skólafólki.
Það eru eins og jól að fá nýjar vörur eins og vínberin sem við fengum um daginn. Ég bara varð að smella því á feisið til að auglýsa svona frábærar nýjungar.“
Um sjálfan sig sagði Jobbi:
„Ég er svo gríðarlega félagslyndur. Elska að eiga samskipti við fólk enda búinn að vera í verslunarstörfum í um 16 ár og er svo ánægður að fá að gera það „heima“. Ég elska að fá að vakna á morgnana á þessari paradísareyju og fá að vinna við það sem ég elska.
Áhugamálin er knattspyrna og ég er með héraðsdómararéttindi frá KSÍ.
Er í heimaleikjaráði ÍBV í handbolta. Er að lýsa fyrir ÍBV tv í knattspyrnu.
Er þjálfari hjá Ægi Íþróttafélagi fatlaðra. Er í vararáði VR hérna í Eyjum og eeeelska að elda mat,“ sagði Jobbi.