Elsa Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri Golfklúbbs Vestmannaeyja fékk gullmerki GSÍ fyrir sitt framlag til golfíþróttarinnar á undanförnum áratugum og Gunnar K. Gunnarsson fyrir störf sín í þágu golfíþróttarinnar en hann hefur verið í stjórn GSÍ síðastliðinn ár. Þau voru í dag sæmd gullmerki Golfsambands Íslands á golfþingi GSÍ 2019.
Tígull óskar Elsu og Gunnari til hamingu með þetta.

Eggert Ágúst Sverrisson, Bergsteinn Hjörleifsson og Gunnar K. Gunnarsson voru sæmdir gullmerki GSÍ í dag.
Tekið af síðu GSÍ.