Miðvikudagur 17. júlí 2024

Elísa kveður ÍBV í bili

Eyjamærin Elísa Elíasdóttir landsliðskona í handknattleik hefur samið við Íslands- og bikarmeistara Vals til næstu þriggja ára. Elísa, sem er línukona og einnig afar sterk varnarkona, hefur leikið stórt hlutverk hjá ÍBV undanfarin ár auk þess að eiga sæti í landsliðinu, m.a. á HM í lok síðasta árs.

Á facebooksíðu Vals er greint frá þessu og Elísa kynnt til leiks:
Elísa er fædd árið 2004 verður því tvítug á þessu ári. Elísa er gríðarlega efnilegur leikmaður og hefur verið lykilmanneskja í yngri landsliðum Íslands ásamt að hafa leikið 14 A-landsleiki. Hún var meðal annars í leikmannahópi Íslands á HM í nóvember og desember sl.
”Það er ánægjulegt að fá Elísu til liðs við félagið. Ég hef mikla trú á henni enda er hún sterkur leikmaður beggja megin á vellinum. Hún á eftir að stíga góð skref hjá okkur og er frábær viðbót við okkar sterka leikmannahóp” sagði okkar þrautreyndi þjálfari Ágúst Jóhannsson.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search