18.05.2020
Því miður hefur borið á því að eldri krakkar þá á aldrinum ca 13-15 ára séu að hjóla niður Stakkóbrekkuna og niður á hoppudýnuna, þar skutla þau sér af hjólinu með þeim afleiðingum að hjólið skoppar á dýnunni og hafa valdið skemmdum.
Tígull heyrði í Jóhanni Jónssyni forstöðumanni þjónustumiðstöðvarinnar og staðfesti hann að alls átta göt misstór hafi verð á dýnunni núna eftir helgina, búið er að bæta þrú þeirra en beðið er eftir fleiri bótum til að kára að laga dýnuna. Bæjarstarfsmenn eru að klára að helluleggja og laga í kringum dýnuna á Stakkó og ætla þeir að setja litinn hleðsluvegg við dýnuna svo erfiðara verður að koma hjólandi niður Stakkóbrekkuna og lenda á dýnunni.
Við biðjum foreldra að ræða við börnin sín og gera þeim grein fyrir því að hoppdýnan sé eingöngu til að hoppa á og þá án skófatnaðar.