bær

Eldheimar á óvissutímum COVID 19

22.10.2020

Í Eldheimum byrjaði árið með bjartsýni og tilhlökkun. Aldrei frá upphafi hafði verið bókað jafn mikið fyrir fram, en þetta átti heldur betur allt eftir að breytast.

Þegar leið á febrúarmánuð var orðið ljóst að veiran ógurlega sem maður hélt í fyrstu að væri kínverskt vandamál væri farin að hreiðra um sig annarstaðar í heiminum. Í byrjun mars fóru að koma fyrstu afpantanirnar og þeim átti eftir að fjölga dag frá degi.

Í framhaldinu var svo farið að vara við ferðalögum til einstakra landa. Um heimsbyggðina alla fjölgaði veikum, smituðum og látnum. Til að sporna við útbreiðslu veirunnar varð að endurskipuleggja allt samfélagið með tilheyrandi varúðarráðstöfunum. Í lok mars kom svo tilkynning um að loka öllum söfnum landsins.

Eldheimar og önnur söfn máttu opna aftur í byrjun maí og það var gert. Byrjað var á að endurskoða og herða sótvarnir innanhúss, svo var tekið úr lás og beðið átektar. Það var vægast sagt rólegt til að byrja með, fyrstu dagana kom enginn, það var ekki fyrr en á 4. degi að 2 gestir hættu sé inn. Það var mikil óvissa og erfitt að skipuleggja bæði afgreiðslutíma og starfsmannaþörf. En upp úr miðjum maí fór gestum að fjölga og segja má um aðsókn sumarsins að hún hafi verið mun betri en á horfðist í vor. Safnið hefur auðvitað, rétt eins og önnur ferðaþjónustufyrirtæki landsins orðið af miklum tekjum það sem af er ári. Venjulega er u.þ.b. helmingur teknanna tekinn inn í gegnum innlendar og erlendar ferðaskrifstofur. Þ.e. erlendir hópar, farþegar skemmtiferðaskipa og svo frv. Þessi tekjulind þurrkaðist út.

Það sem bjargaði því sem bjarga varð, ef svo má að orði komast voru ferðalög Íslendinga innanlands. Frá miðjum júní og út júlímánuð var stöðugur straumur íslensks fjölskyldufólks á safninu, auk þeirra voru svo erlendir ferðamenn á eigin vegum. Goslokahátíðin á safninu tókst með eindæmum vel. Myndlistarsýning Huldu Hákon vakti mikla athygli og safnið naut góðs af henni. Um goslokahelgina voru líka þrennir tónleikar: Hálft í hvoru, Trillutríóið og Silja Elsabet bæjarlistamaður ásamt Helgu Bryndísi og Tóta. Att lukkaðist þetta frábærlega og var vel sótt.

En veiran er því miður enn ekki farin neitt og eftir því sem faraldurinn náið aftur fyrri útbreiðslu fækkaði ferðamönnum og þar með gestum safnsins. Ef heldur sem horfir er rólegt fram undan. Það er vissulega jákvætt að þó nokkuð sé farið að bóka fyrir 2021, en allt veltur þó á því að vísindin fari að vinna bug á þessum skelfilega óboðna óvini sem COVID 19 er.

-Kristín Jóhannsdóttir forstöðumaður Eldheima-

Grein frá vestmannaeyjar.is

Forsiðumynd: Halldór B Halldórsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search