Fimmtudagur 26. janúar 2023

Eldeyjan sýnd í Bíó Paradís sunnudaginn 29.01

Sunnudaginn 29. janúar næstkomandi klukkan 15:00 verða sýndar tvær magnaðar heimildamyndir í Bíótekinu (sýningaröð Kvikmyndasafns Íslands) í Bíó Paradís.

Það eru myndirnar Eldeyjan eftir þá Pál Steingrímsson, Ásgeir Long og Ernst Kettler og Björgunarafrekið við Látrabjarg eftir Óskar Gíslason.

Ólafur Lárusson, björgunarsveitarmaður og Eyjamaður mun ræða við áhorfendur að sýningu lokinni. Ástæðan fyrir þessum viðburði okkar er að það eru nú 50 ára frá því Heimaeyjargosið hófst.

Eldeyjan  (1973)

Eldeyjan er gullfalleg heimildamynd eftir Ásgeir Long, Ernst Kettler og  Pál Steingrímsson sem markaði upphafið að ævilöngu samstarfi þeirra með stofnun framleiðslufyrirtækisins Kvik. Myndin er um náttúruhamfarir og tímamótaatburð í sögu þjóðarinnar en hún hlaut gullverðlaun á alþjóðlegri kvikmyndahátíð, The Atlanta International Film Festival í Bandaríkjunum. Liðin eru 50 ár frá eldgosinu í Heimaey sem  varði  í um fimm mánuði og eyðilagði nær þriðjung byggðarinnar en alls grófust tæplega 300 hús undir hrauni og ösku.

Upplýsingar um hana má finna hér: https://bioparadis.is/kvikmyndir/eldeyjan-og-bjorgunarafrekid-vid-latrabjarg/

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is