Frá deginum í dag 1.september verður grímunotkun valkvæð í öllum verslunum Krónunnar
Í tilkynning á facebooksíðu Krónunnar segir einnig:
Við hvetjum að sjálfsögðu enn til grímunotkunar en leggjum það í hendur viðskiptavina og starfsfólks að meta hvort grímur séu nýttar í verslunum okkar eða ekki.
Viðskiptavinir og starfsfólk eru sem fyrr beðin um að huga ávallt að gildandi fjarlægðartakmörkum, sem nú eru 1 metri, og hvött til að nýta sér sótthreinsispritt sem er að finna víða í verslununum. Áfram verður lögð mikil áhersla á annars konar sóttvarnir í okkar verslunum svo sem aukin þrif og notkun sótthreinsispritts á milli afgreiðslna.