Fimmtudagur 29. febrúar 2024

Ekki gera ekki neitt, eða hvað?

Hugleiðingar allt of „upptekins“ manns um núvitund

Það er nefnilega þannig að ég hef hellings áhuga á núvitund, hef lesið mér til um fyrirbærið, kynnt mér kenningarnar og reynt að þroska minn eigin núvitundarvöðva. Í einföldu þá er núvitund bara að anda. Anda inn, anda út.

Við öndum 17.000 sinnum á sólarhring. Þindin er stærsti öndunarvöðvinn sem við notum, þar á eftir koma scaleni vöðvarnir og þá sérstaklega sá í miðjunni. Við öndun drögum við að okkur súrefni, súrefnið binst blóðinu og húkkar með því far út í skrokkinn; súrefnið er lykilþáttur í allri oxun og án oxunnar verður engin orka. Við útöndun skilum við frá okkur koltvísýring og höldum sýrustigi líkamans á sínum stað.

Þegar öndunarfærin þroskast, í fósturvísi, þá byrjar þindin sem lítil himna sem liggur í kringum höfuðsvæðið. Við þroska fósturvísis umverpist hann og brýtur upp á sig og þessi litla himna ferðast niður í kviðarhol og verður að þindinni. Þetta veldur því að þindin er beintengd aðal gaurnum, heilanum, í gegnum flökkutaugina en hún er einmitt einnig beintengd hjartanu (en það erindi í fyrir-
lestur út af fyrir sig). Til að setja þetta í samhengi þá getur þindin róað flökkutaugina og flökkutaugin róað hjartað, eða eins og mér finnst flott að líta á þetta samband; við getum beðið þindina um að biðja flökkutaugina að faðma hjartað. Með öðrum orðum þegar við erum stressuð, pirruð, hrædd eða liggur lífið við þá er það besta sem við gerum er að anda inn og anda út, svo einfalt er það.

Einfalt og ekki einfalt, ég hef reynt og rembst við að tileinka mér núvitund. Fyrsta æfing í núvitund sem ég lærði var að setjast niður, beinn í baki, reyna að finna stað þar sem áreitið er lítið, loka augunum, sleppa allri spennu og hlusta á andardráttinn. Finna hvernig ég anda inn, finna hvernig ég hætti að anda inn og fer að anda út. Ef það kemur truflun, maður fer að hugsa um eitthvað, þá einfaldlega draga sig aftur að andardrættinum. Finna hvernig andardrátturinn færist niður í maga og þindin fer að vinna, rólega. Hægt og rólega fer svo að létta á manni og magnaður slaki hellist yfir mann. Ég verð að viðurkenna að ég geri allt of lítið af þessu og er alltaf að byrja aftur. Þegar vel tekst til þá hef ég náð að sitja í þessu ástandi í 10 mínútur samfleytt sem mér þykir alveg stórkostlegt þar sem ég hef ekki mikla eirð, en við þetta finn ég hvað maður verður léttur og slakur, en það sem þarna gerist einmitt er það að maður nær tökum á þindinni og hún segir svo hjartanu að allt sé í lagi og streitan lekur af manni. Þetta segir okkur það að oft er það besta sem við getum gert er einmitt ekki neitt.

– Georg Ögmundsson, sjúkraþjálfari.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search