Miðvikudagur 12. júní 2024

Ekki er öllum lundapysjum sleppt strax út á haf.

Því sundum eru þær of litar og með of mikinn dún til að þær nái að bjarga sér sjálfar á sjó strax, þá grípa oft reyndir eyjamenn/konur inni og aðstoða einnig eruð þau á Sea live truste með nokkrar pysjur hjá sér þar til má sleppa þeim.

Fyrir 1/2 mánuði ók Pétur fram á þessa lundapysju úti á Eiði, var hún þá frekar lítil og mjó og alveg öruggt að hún næði ekki réttri vigt til sleppingar.

Þessa daga sem hún hefur verið í fóstri hjá Pétri þá hefur hún náð að éta heilt feitt lúðuflak með þeim afleiðingum að við viktun hjá Erni á Sea Life þá var hún komin í 286 grömm og því tilbúinn út í lífið……………….að mati sérfræðinga.

Pétur Steingrímsson segir frá þessu á skemmtilegan hátt af facebook síðu sinni.


Fórum við saman á Súkkunni vestur á eyju á pysjusleppingarstaðinn á Hamrinum og áttum þar saman smá stund, var gaman að fylgjast með henni og lét ég hana alveg um það hvenær hún vildi fara. Var hún lengi að spá og spekulera, leit vel í kringum sig og svo allt í einu fór hún af stað. Flaug nánast beint í vestur og hvarf mér augum, kannski eigum við eftir að sjást aftur síðar, hver veit.


Það er gaman að segja frá því að það tók ekki nema einn dag að kenna henni að taka við mat frá mér (þrjú skipti) og það tók ekki nema ca. tvo dag fyrir hana að spekjast þannig að þegar ég tók hana úr kassanum þá vissi hún að nú var kominn matur. Þá beið hún alveg rólegt á meðan ég skar niður í hana, hún lifði fyrir lúðuna.

Örn Hilmisson pysjuviktari hjá Sea Life og pysjan bíður þarna alveg róleg á borðinu hjá honum á meðan hann skrifar almennar upplýsingar um hagi hennar.


Hún virti vel og lengi fyrir sér hafið áður enn hún flaug út á haf.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search