Fimmtudagur 29. september 2022
Covid

Ekkert smit í Vestmannaeyjum en tveir eru í sóttkví

Tígull hafði fregnir af því að smit væri komið til Vestmannaeyja og hafði samband við Davíð Egilsson svæðislækni sóttvarna í Vestmannaeyjum

Davið svaraði um hæl og leiðrétti þessar fréttir og útskýrði málið ferkar og ýtrekaði einnig að ef smit kæmi upp í Vestmannaeyjum yrði það tilkynnt strax enda enginn feluleikur í gangi og mjög mikilvægt að fólk sé vel upplýst.

Það eru engin þekkt smit í Eyjum né einstaklingar í einangrun. Ég held að þessar fregnir tengist röngum tölum inn á HSU síðunni þar sem lítur út fyrir að 2 séu í einangrun í póstnúmeri 900. Hið rétta er að það eru 2 skráðir í sóttkví í Eyjum og 7 í landamærasóttkví segir Davíð.

Davði er búinn að láta vita af þessari villu og verður hún lagfærði í tölum dagsins.

Ef upp koma smit í Eyjum verður látið vita í gegnum tilkynningar frá aðgerðarstjórn eins og gert hefur verið hingað til, enda enginn feluleikur í gangi og mikilvægt að fólk sé upplýst um stöðuna.

Það er fundur í aðgerðarstjórn í dag og við sendum líklega út einhverja tilkynningu síðar í dag  í ljósi stöðunnar sem er komin upp í Reykjavík segir Davið að lokum.

Tígull þakkar Davíð fyrir skjót svör.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is