08.04.2020 kl 16:25
Ekkert smit hefur greinst síðastliðinn sólarhring í Vestmannaeyjum og er það í fyrsta skipti frá 17. mars sl.
Enn er fjöldi staðfestra smita 103 en fjölgar í hópi þeirra sem hafa náð bata og eru þeir orðnir 34. Virk smit eru því 69. 210 eru í sóttkví.
Með tilkynningunni er súlurit yfir aldursdreifingu smita í Vestmannaeyjum sem Hjörtur Kristjánsson, umdæmislæknir sóttvarna tók saman. Aldursdreifingin er svipuð og á landsvísu þar sem fólk á miðjum aldri er mest að smitast.
Við þurfum enn að gæta okkar, virðum reglur og björgum mannslífum.

f.h. aðgerðastjórnar
Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri.