11.08.2020
Þrjú virk smit greindust við skimun á landamærum, en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga úr tveimur einstaklingum til viðbótar sem greindust þar með veiruna.
Einn greindist enn fremur með mótefni fyrir veirunni á landamærunum.
Þetta kemur fram á upplýsingavef stjórnvalda, covid.is.
289 sýni voru tekin hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 3.105 á landamærunum.
56 sýni voru tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Alls eru 114 manns í einangrun með virk smit og 839 í sóttkví.
Tveir liggja inni á sjúkrahúsi og þar af er einn í gjörgæslu.