Þriðjudagur 25. júní 2024

Eitt tré gróðursett fyrir hvert félag – myndir

Orkumóts-peyjar í Eyjum gróðursettu í dag 40 grenitré í Vigdísarlund við Helgafellsvöll og við íþróttasvæði ÍBV. Grenitrén eru gjöf frá Orkunni sem stutt hefur fótboltamótið í Eyjum í þrjátíu ár. 37 félög senda lið á mótið og er því gróðursett eitt tré fyrir hvert félag.

Markmiðið er að gróðursetningin verði árlegur viðburður á mótinu. “Við viljum nýta orkuna okkar í umhverfismálin og fengum svo strákana með okkur í lið við að gróðursetja trén sem bætast við þennan falleg lund ” segir Karen Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Skeljungs.

Svæðið og trén voru valin í samstarfi við Vestmannaeyjabæ og er vonast til að þau muni skapa gott skjól við fótboltasvæðið og tjaldstæðið. Ákveðið var að velja stærri tré en hvert tré er um einn metri á hæð – þannig ná þau að festa rætur og dafna betur en yngri og viðkvæmari plöntur.

“Orkumótið mun skilja eftir sig græn skref sem munu dafna um árabil. Við fögnum hverju nýju tré sem gerir Eyjuna okkar grænni” segir Dagný Hauksdóttir skipulags- og umhverfisfulltrúi Vestmannaeyjabæjar og þakkar fyrir hjálp strákanna við gróðursetninguna.

1200 piltar etja nú kappi á Orkumótinu sem lýkur á morgun. Gríðarleg stemmning myndast árlega á mótinu en mótsstjórn segir að aldrei hafi jafn margir foreldrar fylgt liðunum til Eyja.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search