04.03.2020 kl 14:42
Skilaboð frá yfirhjúkrunarfræðing heilsugæslu Vestmannaeyja
Um leið og grunur er um að aðili sé smitaður af covid 19 veirunni er fólk beðið um að hringja í 1700 eða á heilsugæsluna 432-2500.
Alls ekki að mæta
Mjög mikilvægt er að fólk fylgi ráðleggingum vegna covid-19 til að hægja á dreifingu veirunnar.
Alls eru nú 20 staðfest smit og eru allir með svokölluð hefðbundin flensueinkenni og enginn er alvarlega veikur.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag að nú sé einungis tímaspursmál hvenær einstaklingur smitast innanlands. „Það styttist í það.“ segir hann.