Þriðjudagur 25. júní 2024

Einu sinni kóngsi, ávallt kóngsi – myndir og frásögn frá Austfjörð

Skemmtileg frásögn hjá Hólmgeir Austfjörð af veiðiferð þeirra félaga á „kóngsa“ eða Ottó N Þorláksson en áhöfnin flutti sig yfir á Álsey VE 2 gefum Geira orðið: 

Strákarnir á kóngsa (Ottó N Þorláksson) fluttu sig yfir á Álsey VE 2, sem Ísfélagið keypti frá Noregi fyrir skömmu.

Jón Axelsson er skipstjóri á nótinni á Álsey og þar er svo sannarlega enginn nýgræðingur á ferðinni. Það er búið að fara tvo túra á loðnumiðin, í bæði skipti var skipið fyllt, 2000 rúmmetrar í hvort skipti. Við komum í land í morgun eftir stutt stopp á miðunum. Það tók einungis 7 klukkustundir að fylla skipið. Þrjú köst voru tekin, 900+900+600 og fékk Heimaey um 400 frá okkur.

Hér fylgja með nokkrar myndir úr túrnum, þar á meðal eru myndir af þvi þegar við gáfum Heimaey restina úr nótinni í síðasta kastinu.
Við munum svo flytja okkur á milli skipa eftir því hvað þarf að bera að landi Kóngsa menn eru brattir og óstöðvandi.
Einu sinni kóngsi, ávallt kóngsi.

Hoffell
Hoffell
Heimaey
Heimaey

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search