Landakirkja

Einstæðir tónleikar, söguleg messa og hnallþórur

Það er mikil eftirvænting hjá fólki vegna tónleikanna og sameiginlegu messunnar í Landakirkju kl. 13.00 í dag, sunnudag. Er um einstakan viðburð að ræða, þegar kristnir söfnuðir í Vestmannaeyjum sameinast í messu. Ekki síður það, að á undan verða tónleikar með landsþekktu listafólki, Eyjamanninum og stórtenórnum Gissuri Páli og söngkonunni Heru Björk og gítarleikarnum Birni Thor. 

Verður gaman að sjá þau leiða saman hesta sína, þann klassíska, poppdrottninguna og Björn sem ekki leiðist að slá í blús eða djass þegar færi gefst. Tónleikar þeirra hefjast klukkan 13.00 og standa í hálftíma.

Himnarnir opnast svo í messunni að loknum tónleikum þar sem Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri á fyrsta orðið. Prestar Landakirkju, Guðmundur Örn Jónsson og Viðar Stefánsson, Guðni Hjálmarsson í Hvítasunnukirkjunni og  sr. Denis O´Leary, prestur Kaþólsku kirkjunnar boða okkur fagnaðarerindið með bænum og þakkargjörð. 

Mikill söngur verður í messunni þar sem Gissur Páll, Hera Björk og Björn koma fram ásamt Kór Landakirkju og Lofgjörðarsveit Hvítasunnukirkjunnar.

Á eftir verður samkomugestum boðið í hátíðarkaffi í Safnaðarheimilinu. Það er ekki af verri endanum, hnallþórur miklar og brauðtertur eru meðal þess sem borðin munu svigna undan. 

Þar með lýkur formlegri dagskrá í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarréttinda Vestmannaeyjabæjar. Eru tónleikarnir og kaffisamsætið í boði bæjarins og 100 ára afmælisnefndarinnar. Hana skipa Arnar Sigurmundsson, Stefán Jónasson og Hrefna Jónsdóttir. Þeim til aðstoðar eru Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss og Ómar Garðarsson, sendill.

Þess má þó geta að ljósmyndasýningin, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt heldur áfram fram í desember og þann 1. desember verður myndarleg dagskrá í tali og tónum. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search