Vestmannaeyjarbær 100 ára

Einstæðir tónleikar og sameiginleg messa í Landakirkju

Á sunnudaginn næsta, 24. nóvember nk. verður einstæður viðburður í Landakirkju þegar kristnir söfnuðir í Vestmannaeyjum sameinast í messu í Landakirkju. Á undan verða tónleikar með landsþekktu listafólki. Það tekur einnig þátt í messunni ásamt kórum safnaðanna. Á eftir verður samkomugestum boðið í hátíðarkaffi í Safnaðarheimilinu.
Dagskráin hefst stundvíslega kl. 13:00 með tónleikum þar sem fram koma söngvararnir Gissur Páll, Hera Björk og gítarleikarinn Björn Thoroddsen.
Að loknum tónleikum hefst sameiginleg messa kristinna safnaða í Vestmannaeyjum. Hún byrjar með því að Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri flytur ávarp. Í messunni þjóna Guðmundur Örn Jónsson og Viðar Stefánsson, prestar Landakirkju, Guðni Hjálmarsson, prestur Hvítasunnukirkjunnar og Sr. Denis O´Leary, prestur Kaþólsku kirkjunnar. Mikill söngur verður í messunni þar sem Gissur Páll, Hera Björk og Björn koma fram og Kór Landakirkju og Lofgjörðarsveit Hvítasunnukirkjunnar.
Um er að ræða lokaviðburð í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarréttinda Vestmannaeyjabæjar. Að lokinni dagskrá um kl. 14:30 býður bærinn samkomugestum til kaffisamsætis í Safnaðarheimili Landakirkju.

100 ára afmælisnefnd kaupstaðarréttinda Vestmannaeyjabæjar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is