Fimmtudagur 29. febrúar 2024

Einsi kaldi opnar að nýju

Líkt og svo margir veitingastaðir á Íslandi sá Einar Björn Árnason sig tilneyddan til að loka veitingastaðnum Einsa Kalda vegna hertra sóttvarnaaðgerða yfirvalda þann 21. desember síðastliðinn. Nú horfir hins vegar til betri vegar á þeim vettvangi og því ekkert því til fyrirstöðu að taka á móti gestum að nýju.

„Við ætlum að opna aftur á föstudaginn næsta, þann 11. febrúar, kl 18:00,“ sagði Einar Björn í samtali við Tígul í vikunni. „Við komum til með að vera með opið fimmtudaga, föstudaga og laugardaga núna yfir háveturinn en komum svo til með að opna alla daga í apríl.“ Aðspurður um matseðilinn sagðist Einsi vera með fullt af nýjum réttum. „Við höfum verið duglega að skipa út réttum og breyta til eftir árstíðum á hverju ári.  En jafnframt höldum við alltaf í okkar gildi, að vinna með flottasta hráefni sem að við höfum aðgang að hverju sinni, og vinna úr því rétti sem að við erum stolt af.“

Einar Björn sat þó ekki auðum höndum á meðan veitingastaðurinn var lokaður. Meðfram því að sjá allflestum skólabörnum í Vestmanna-eyjum fyrir fæðu í hádeginu þá nýtti hann tímann í viðhald og breytingar á veitingastaðnum. „Við höfum reynt að gera þetta alltaf í byrjun hvers árs í samvinnu við Magga og Öddu hjá Hótel Vestmannaeyjar. Það er mikið að gera hjá okkur allt árið,  því er afar mikilvægt að nýta tímann eftir áramót til þess að laga til bæði í eldhúsinu og salnum,“ sagði Einar. „Við viljum halda staðnum kósý og hlýlegum.“

Bjartsýnn á framhaldið

Einar Björn segist horfa bjartsýnn til framtíðar og segir mikið verið að bóka og hafa samband. „Ég er mjög bjartsýn á framhaldið.  Það er mikil metnaður í því sem að við erum að gera og mikil reynsla, þannig að fólk þekkir orðið til okkar. Ég er svo heppin að við erum með framúrskarandi starfsfólk, bæði þjóna og matreiðslumenn,“ sagði Einsi og sagði horfa til enn betri 

tíma í þeim málum.  „Það gaman að segja frá því að tveir af kokkunum mínum eru t.d. núna í námi við Hótel- og matvælaskólann og tveir ungir Eyjapeyjar komnir á samning. Í haust réðum við svo Birnu Karen sem veitingastjóra og erum við afar ánægð með að fá hana til okkar.”

Þegar spjallið barst að sumrinu kvaðst hann hlakka mikið til þess. „Ég held að við í ferðaþjónustunni í Eyjum séum að gera góða hluti öll sem eitt og erum tilbúin að halda áfram að gera Vestmannaeyjar að ákjósanlegum áfangastað.“

Ásamt veitingastaðnum rekur Einar Björn veislueldhús í Höllinni ásamt því að útbúa þar skólamatinn. Það hefur hins vegar ekki verið mikið um stór veisluhöld undanfarið sökum samkomutakmarkana. Nú horfir einnig til betri vegar í þeim efnum og tóku nýverið nýir rekstraraðilar við Hallar rekstrinum. „Mér líst mjög vel á þá og allt það sem að þeir erum búnir að vera að gera.  Höllinn hefur verið í smá dvala síðustu misseri vegna covid. En það er vonandi breyting á og eigum við ekki bara að segja að nú verði allt sett á fulla ferð.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search