20.03.2020
Einar Björn Árnason tilkynnti á facebooksíðu Einsa Kalda að hann hafi ákveðið að loka tímabundið vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Einar Björn segir: „þetta er gert af miklum trega en jú skynsemi“ gefum Einsa Kalda orðið:
Elsku vinir
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna höfum við ákveðið að loka veitingastaðnum um óákveðin tíma.
Þetta gerum við af miklum trega en skynsemi. Aðstæður breytast hratt og setjum við heilsu starfsfólks okkar og gesta í forgang.
Við munum opna af fullum krafti um leið og það er öruggt.
Farið vel með ykkur því okkur þykir vænt um ykkur.