Þriðjudagur 25. júní 2024

Eins og húsið væri komið út á sjó

Nú í hádeginu var viðtal á ruv.is við Krist­íu Jóns­dótt­ur, hóp­stjóra hjá nátt­úru­vár­vökt­un Veður­stof­unn­ar.

Krist­ín tek­ur fram að ekk­ert hafi komið fram hingað til sem gefi til kynna að kviku­hreyf­ing­ar eigi sér stað. Landris og land­sig áttu sér stað á síðasta ári vest­an við Þor­björn og í Krísu­vík. Krist­ín seg­ir að ekk­ert bendi til þess að slíkt sé nú í gangi. „Það er ekk­ert sem bend­ir til eld­goss,“ segir Krisín.

Þessi jarðskjálftahrina er mjög óvenjuleg

Þessi jarðskálftahrina er óvenjuleg þar sem hún er mjög kröftug og upptök eru á mörgum stöðum. Eða allt frá milli Kleifarvatns og Grindavíkurvegar, upptökin eru að raða sér á þessi svæði. Byrjaði austan við Fagradalsfjall svo flutti hún sig nær Krísuvík við Núpshlíðarháls. Veðurstofan sér að skjálftarnir eru að raða sér upp á öllu þessu svæði.

Á meðan að þessi óstöðuleik er á svona stóru svæði er rétt að undirbúa sig undir að jafnvel stærri skjálftar gætu komið í kjölfarið segir Kristín.

Leið eins og húsið væri komið út á sjó

Sævar Hallgrímsson og Anný Aðalsteinsdóttir eru stödd í Grindavík hjá ættingum og hrukku upp þegar stóri skjálftinn reið yfir en hann var að stærðinni 5,6. Anný lýsir þessari mjög svo óþægilegu upplifun þannig að það var eins og húsið væri komið út á sjó, þetta ætlaði engan endi að taka.

Sérstaklega vitandi af þessum óróa sem er búinn að vera á þessu svæði, mér leist bara ekkert á þetta og dreif strákana út úr húsinu. Í kjölfarið komu margir öflugir skjálftar. Ég var alveg viss um að nú væri eldgos byrjað sagði Anný að lokum.

Gríndavík í dag, Þorbjörn sést þarna í bakgrunn
Sævar, Anný með krakkana sína

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search