Föstudagur 1. desember 2023

Einn mánuður síðan Þóranna og Steingrímur fóru til Kenía, það er búið að vera mikið um að vera hjá þeim

Nú er kominn mánuður síða hjónin Þóranna og Steingrímur fóru út til Kenía. Þau hafa heldur betur komið við á mörgum stöðum verið dugleg að taka myndir og deila með okkur. Við tókum saman nokkra daga og settum í eina færslu fyrir ykkur til að kíkja á. Það er virkilega gaman að fá að sjá og upplifa þetta ævintýri með þeim. Við minnum á að það er hægt að styrkja þetta flotta málefni þeirra með því að skrá sig í skjal hérna er linkur og þau munu setja allar krónur í nýja kvennaathvarfið sem þau eru að byggja upp. Við lofum svo Þórönnu að taka við:

Í morgun átti ég góða stund með ungu konunum á kvennaathvarfinu. Við áttum gott samtal og er það áskorun að vera meira með þeim. Seinni partinn fórum við til næstu borgar Njoro og hittum fólk og skoðuðum kirkjubyggingu sem verður tekin í notkun eftir mánuð. Þarna í kring er mikil ræktun og fagurt umhverfi m.a. landbúnaðarháskóli og fleiri skólar. Við keyrðum um iðnaðarhverfi Nakuru sem er í niðurníðslu vegna græðgi hinna ríku og er atvinnuleysi mikið m.a. vegna þessa.

Það er frábært að eldast og fá að sinna því sem mér er kært. Í morgun vorum við með siðfræðikennslu fyrir elstu nemendur á New Life. En þau eru flest tæplega tvítug. Síðan var ég með nokkur sálgæslu viðtöl, en ég hef fengið aðstöðu til þess. Ég sagði starfsfólki á athvarfinu að ég yrði með afmælisveislu þegar vinnunni er lokið. En það verður vonandi eftir tvær vikur. Nokkrar myndir frá laugardeginum þegar boðið var upp á mat eftir jólastundina.

Dagurinn hefur verið góður. Við fórum í morgun og hittum vini okkar á athvarfinu og vinnumenn eru að sinna sínum störfum. Síðan fórum við á samveru með kirkjuleiðtogum hér í Nakuru. Svo fórum við og hittum hóp í heimahúsi. Hér heima er rólegt svo við pöntuðum pizzu í kvöldmat fyrir okkur og tvær sem eru hér.

Í morgun heimsóttum við konu sem rekur saumaskóla og saumastofu. Hún sagði okkur frá hvernig hún komst í nám og fékk húsnæði fyrir starfið. Allar konurnar sem koma til hennar eru fátækar og er mjög gott starf unnið þarna. Seinnipartinn var kveðjustund fyrir tvenn hjón sem eru að fara heim til Danmerkur. Í gærkvöldi var boðið upp á íslenskan harðfisk sem var keyptur í Færeyjum.

Við fórum í tvær kirkjur í dag sem eru fyrir utan Nakuru. Steingrímur prédikaði í þeim báðum. Í gær kom Jóna heim með lifandi hænu sem hún fékk gefins. Ung kona frá Uganda var með okkur í dag. Hún er bóndi og fengum við að sjá fimm tegundir af bönunum sem hún ræktar

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is