Tilkynning frá aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum
Einn einstaklingur er í einangrun vegna Covid-19 í Vestmannaeyjum.
Viðkomandi greindist við landamæraskimun og fór beint í einangrun í Vestmannaeyjum.
Ekki er vitað til að aðrir hafi veirð útsettir fyrir smiti.
Ekkert samfélagslegt smit hefur greinst í Vestmannaeyjum síðan í byrjun október.
Sem fyrr eru bæjarbúar hvattir til að gæta áfram að einstaklingsbundnum smitvörnum og almennum sóttvörnum.