Gunnar Heiðar

Eingöngu heimamenn í KFS – fyrsti leikur á morgun – viðtal við Gunnar Heiðar – myndband

Fótboltasumarið byrjar með látum hjá KFS á morgun kl 14:00

Þá mæta þeir liðinu Kría frá Seltjarnarnesi í 64 liða úrslitum, með því að sigra þá sem þeir ætla sér auðvitað að gera, komast þeir í stóra pottinn sem er 32 liða úrslit. En það er mjög langt síðan KFS komst í Mjólkurbikarpottinn þ.e. 32 liða pottinn.

KFS komst upp úr fjórðu deild í fyrra sem var markmið þeirra og byrja þeir svo Íslandsmótið í 3. deildinni þann 8. maí þegar þeir mæta Einherja hér á Týrsvellinum einnig klukkan 14:00.

100% Eyjamenn í KFS meira að segja þjálfarar og öll stjórnin

Það er gaman að segja frá því að það eru eingöngu Eyjamenn í KFS, þjálfarar og stjórn.

Það verður svo sannarlega gaman að fylgjast með þessum efnilegu peyjum í sumar. Tígull mun vera á hliðarlínunni og miðla áfram gengi strákanna.

Einnig munum við í næstu viku kynna liðið betur fyrir ykkur.

Hér fyrir neðan er stutt spjall við Gunnar Heiðar þjálfara KFS.

Endilega gefið stuðningsmannasíðu  KFS Vestmannayjum á facebook LIKE 

Svo er bara að mæta á völlinn á morgun klukkan 14:00 og hvetja strákana áfram.

KOMA SVO KFS

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search