19.03.2020
Ef þú ert með staðfest smit þá ferðu í einangrun
Einangrun er fyrir þá sem eru með staðfesta COVID-19 sýkingu en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda. Þá ertu í einangrun í heimahúsi eða á stað sem almannavarnir og heilsugæsla á hverjum stað tilgreina. Á meðan þú ert í einangrun mun starfsfólk heilsugæslunnar sem þú tilheyrir hafa samband við þig daglega.
Einangrun er strangara úrræði en sóttkví og leggur því auknar kröfur á þann sem er í einangrun umfram þær sem gilda um sóttkví.
Aðrir heimilismenn geta verið í sóttkví á sama stað ef þeir vilja ekki fara af heimilinu en ættu að takmarka snertingu við þann sem er í einangrun eins og raunhæft er, helst að halda sig í a.m.k. eins til tveggja metra fjarlægð frá hinum smitaða. Ef fleiri veikjast á heimilinu lengir það tímann sem aðrir heimilismenn þurfa að vera í sóttkví og mögulega einangrun.
nánar á covid.is