– Eyjabítlarnir í spjalli –
Hverjir eru meiðlimir í Eyjabítlunum? Viðar Lennon Togga, Sir Biggi Nielsen McCartney, Grétar Ringó Starr, Þröstur Harrison
Heyrst hefur að þið verðið á þjóðhátið 2020, er það rétt?
Engar viðræður við þjóhátíðarnefnd og ekkert í vinnslu þar, en við höfum verið beðnir að spila í Noregi í vor og það er í vinnslu.
Hvað reiknið þið með að taka mörg lög?
Það verða tekin 20 lög.
Hvað er ykkar uppáhlads Bítlalag?
Þau eru öll stórkostleg segir Viðar og ekkert hægt að velja úr.
Hvað eruð þið búnir að starfa lengi?
Í upphafi var hljómsveitin stofnuð í Fesinu 1986 af Viðari Togga, Eyþóri Harðarsyni, Þorbirnir Númasyni og Runa á Hvanneyri.
Árið 2007 héldum við tónleika á þjóðhátíðinni fengum þá tvo bikara fyrir að vinna búningakeppnina og Bítlasjóvið.
Þarna eru Viðar Lennon Togga, Víðir McCartney, Gretar Ringo Starr, og Pálmi Harrison,
Þess má get að Biggi Nielsen og Þröstur Jóhannsson komu í hljómsveitina 2014 í stað Víðirs og Pálma en þeir voru ekki ráðnir aftur að sögn Viðars.
Okkur skilst að þetta séu síðustu tónleikarnir, hvers vegna er það?
Þetta er allt komið á netið og youtube, hljómsvetir koma og fara og við erum búnir að starfa saman síðan 1986 en ef við fáum gott tilboð verður það skoðað.
Ef það verður uppselt, verður þá möguleiki á aukatónleikum?
Ef það verður uppselt á tónleikana verður það skoðað og sett í vinnslu segir Viðar.
Eruð þið alltaf með Bítlahár á sviði?
Já allir með Bítlahár en að sjálfsögðu er Viðar Lennon með þetta alltaf orginal Bítlahár, svartur tveir.
Hvað þurfið þið að varast áður enn þið farið á svið?
Við þurfum að borða klukkutíma áður en við förum á svið, vera búnir að pissa og kúka, drekka vatn og te en aldrei áfengi vegna þess að það versta sem getur komið fyrir okkur á sviði er að þurfa að hnerra, hósta eða geyspa segir Viðar Lennon Togga að lokum.
í neysluhlé verður boðið upp á spurningarkeppni það er hann Halli Steini sem verður þulur þar.
Það verða vegleg verðlaun í boði.
Húsið opnar 20:30 og tónleikarnir byrja kl 21:00
Aðgangseyrir aðeins 3.500.- kr
– Tígull 2.tbl 2.árg. 2020