Ein uppáhalds stundin mín á Þjóðhátíð er að labba inn í Herjólfsdal á föstudeginum

Þá eru þau komin, fiðrildin sem hreiðra alltaf um sig í maganum mínum þegar styttist í Þjóðhátíð, þessi fiðrildi eru velkomin og ég elska fiðringinn sem fylgir þeim

Ein uppáhalds stundin mín á Þjóðhátíð er að labba inn í Herjólfsdal á föstudeginum, rétt fyrir setningu. Eftirvæntingin liggur í loftinu, brosin eru breið á öllum andlitum og ævintýri helgarinnar eru rétt handan við hornið. Þessar mínútur sem það tekur að labba inn í Dal eru sveipaðar einhverjum töfrum sem erfitt er að koma í orð.

Þjóðhátíð er eitthvað meira en útihátíð, meira en hljómsveitir á sviðinu, meira en Brúðubíllinn, svo miklu, miklu meira. Þjóðhátíð er fyrst og fremst partur af menningu okkar Vestmannaeyinga, hún er öll Þjóðhátíðarlögin, hún er samveran með fólkinu sem við elskum mest, hún er brosin á andlitum barnanna okkar, hún er kleinurnar hans pabba, hún er súkkulaðikakan hennar mömmu, hún er knúsin sem við gefum vinum sem við höfum ekki séð lengi, hún er gítarstemmning og söngur í hvítu tjöldunum, hún er Kirkjukórinn á setningunni, hún er Brennan, hún er blysin hans Bibba frænda, hún er popp og flos, hún er graslykt, hún er hamborgari í veitingatjaldinu, hún er dans á litla pallinum þegar Brimnes er að spila, hún er glimmer, hún er gleði, hún er hamingja, hún er Fólkið í Dalnum.

Við skulum hafa eitt á kristaltæru, það samþykkja fæst ofbeldi, það er ekki þjóðaríþrótt Vestmannaeyja að nauðga fólki og það leynast fávitar alls staðar, líka á Þjóðhátíð. Það er þyngra en tárum taki að einhver taki sér það vald að meiða aðra manneskju, það er gersamlega ólíðandi að svona viðbjóðs skepnur finnist í samfélaginu okkar en staðreyndin er engu að síður sú. Þetta er samfélagslegt mein sem þarf að uppræta með öllum þeim mannlegu kröftum sem hægt er. Það þurfa öll að leggjast á eitt við að stoppa þennan skaðvald sem ofbeldi er….Öll……

Skemmtum okkur fallega

Til lífs og til gleði

Lóa Baldvinsdóttir Andersen

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search