Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV

08.12.2020

Í tilkynningu frá ÍBV segir:

Eins og allir vita er desember mánuður fagnaðarerindis og viljum við hér með flytja ykkur eitt slíkt!

Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV og er að flytja til Eyja með fjölskyldu sína.

Þessi öflugi varnarmaður hóf feril sinn eins og allir vita með ÍBV en lék með Örebro, Sandnes Ulf og Holestein Kiel áður en hann sneri aftur til Íslands 2017 til að leika með Val. Hjá Val hefur hann lítið gert annað en að lyfta titlum og vera einn besti leikmaður Íslandsmótsins.

Það er gríðarlega mikil ánægja með endurkomu Eiðs Arons og vill knattspyrnuráð óska honum, sem og stuðningsmönnum, til hamingju með endurkomuna!

Áfram ÍBV!

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search