Frá því að Tígul byrjaði að koma út hef ég reynt að koma þessari uppskrift í blaðið en ekki gengið.
Þessi uppskrift hefur verið í minni fjölskyldu í áratugi, þýskur réttur sem amma mín kom með úr sinni menningu. Nú nota ég tækifræið að smella henni í loftið þar sem allir eru í sumarfrí nema ég. Na na na bú bú.
Flest allir krakkar elska þennan rétt svo ég skora á sem flesta að láta á reyna og endilega senda mér hvernig smakkaðist á katalaufey@gmail.com
Makkarónumatur
Innihald:
- 3 pakkar Beikon
- um 10 stk. Egg
- 1 poki Makkarónur
- 1-2 Laukar ( í sér skál ef einhver vill ekki )
- Sojasósa
Aðferð:
- Beikon er klippt í bita og steikt í drasl.
- Egg öll sett í skál og pískuð saman, steikt á pönnu.
- Makkarónur soðnar ( passa að sjóða ekki í mauk )
- Laukur steiktur upp úr smjöri.
Þessu er blandað saman í skál og sojasósa er sett yfir fyrir hvern og einn eftir smekk.
Njótið
kv Kata Laufey