Ég sé allt í fimmaur og aulahúmor

Funnypunsir er að slá í gegn á samfélagsmiðlum þessa dagana, þetta eru teikningar með fimmaura bröndurum. Tígull verður með teikningu í hverju blaði frá Funnypunsir hér eftir og við vonum að þið getið skemmt ykkur vel yfir þessu. Hér kynnumst við örlítið Sigursteini Ingvari Rúnarssyni sem er höfundur teikninganna og brandaranna.

Hvernig kom það til að þú byrjaðir á því að teikna?

Ég lofaði sjálfum mér að árið 2021 myndi ég læra á trommur og loksins láta verða að því að prófa að teikna. 

Ég hef aldrei getað teiknað neitt og var því spenntur að loksins krafla mig fram úr Óla prik. Ég teikna á ipad og hefur þetta heltekið mig frá því ég byrjaði í júní. Ég stofnaði instagram reikninginn Funnypunsir og henti þangað inn misvitrum teikningum. Einnig er ég með FRASARFRASIR sem eru frasar og er meira alvörugefið…..inn á milli. 

Hvernig færðu þessar hugmyndir?

Ég er mjög mikill dadjoke maður, fjölskyldu minni til mikilla ama og lá því beinast við að teikna eitthvað í þá áttina. Ég sé allt í fimmaur og aulahúmor. Ef ég segði upphátt allt sem mér dettur í hug þá væri ég líklega án vinnu og fráskilinn maður. Ég held gríðarlega aftur af mér og reyni að sigta út bara eitthvað normal dadjoke stöff. 

Það mætti segja að ég sé svona low class Hugleikur Dagsson. Hann er ótrúlega snjall, sniðugur og svalur. Lætur sér detta ótrúlega sniðuga hluti í hug. Ég er meira í ósvölu, augljósu og pabbabrandara gírnum. Hann sér um hitt og ég sé um þennan markað. Það verður einhver að sjá um pabbana og fimmaurana. 

Ef ég sit heima og geri ekkert þá vanalega kemur eitthvað sniðugt upp í kollinn á mér á endanum. Ef ég hins vegar fer út að gera eitthvað…..út í lífið, hvort sem það er að versla eða bara út að labba þá virkilega fer allt á flug. Þá stundum hef ég ekki undan að hripa niður aulahugmyndir. Sem er gaman. 

Ég get verið frá 5 mín með mynd upp í kannski 30 mín. Ég nota Procreate í iPad og tók meðvitað þá ákvörðun að hafa þetta allt digital í stað þess að nota milljón blöð,blýanta,tússa og pappír sem myndu liggja þá út um allt hús og vera bara pirrandi fyrir svo ekki sé talað um sóunina. 

Hverjar eru þínar fyrirmyndir í þessum heimi?

Ég er mikill Gary Larson maður og Bill Watterson. Þetta eru menn sem ég hef verið að skoða síðan ég var krakki. Ég myndi einnig segja að Douglas Adams væri sterkur áhrifavaldur og ekki má gleyma Hulla. 

Ég hef verið að berjast við að pósta bara 2-3 myndum inn á FunnypunSIR á dag en á mjög erfitt með það því ég geri svo margar myndir og finnst þær allar hilarious. Og ég er mjög óþolinmóður en mér er sagt að 1-2 á dag sé alveg nóg og eitthvað meira pirri bara fólk. Þetta er mitt aðal ströggl í dag. Að halda aftur af mér. 

Ég gerði facebook síðu fyrir FunnypunSIR fyrir þá sem ekki eru með insta og markmiðið mitt er að halda ótrauður áfram og skemmta sjálfum mér. Enda er þetta ekkert annað en það, ótrúlega skemmtilegt fyrir sjálfan mig. Dýrka að teikna. 

Ætli ég fresti ekki bara trommunum til ársins 2022.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is