Ég fékk fyrsta símann minn í fermingargjöf, hinn ósigrandi Nokia 5210

Viðar Stefánsson

Fermdist 2003

Hvað er þér eftirminnilegast á fermingardaginn?

Það sem hefur alltaf verið mér eftirminnilegast frá fermingardeginum mínum var að ég var veikur á fermingardaginn. Strax um morguninn var ég með hita og leið alls ekki vel þegar við fórum heim til Tobbu organista til að fara í fermingarkyrtlana fyrir athöfnina. Ég man hvað mér leið illa í athöfninni sjálfri og man hvað mér þótti presturinn (sem er kollegi minn í dag) tala óþarflega lengi. Sennilega var það hitinn og vanlíðanin sem ýtti undir þá hugsun. 

Það sem var þó sérstakt við ferminguna var að ég gekk til altaris í fyrsta skipti á ævinni. Í fermingunni átti hvert fermingarbarn að ganga til altaris í fyrsta skipti en hafði ekki gert það áður eins og við leggjum upp úr í Eyjum. Það er mér mjög kær minning að hafa gengið til altaris með fjölskyldunni minni. Hins vegar var það þannig að eftir athöfnina hafði ég náð mér alveg fyllilega. Hvort það var guðlegt inngrip veit ég ekki enn. Annað sem var eftirminnilegt var að eftir veisluna spilaði ég fótbolta með eldri frændum mínum. Það fannst mér mjög gaman og þá leið mér eins og ég væri kominn í fullorðinna manna tölu.

Hvaða veitingar voru og hvar var veislan haldin?

Veislan var haldin heima og það var fjölskyldan sem bakaði og græjaði allt saman. Í minningunni finnst mér eins og við höfum haft kjöt og meðlæti og síðan kökur á eftir. Ég hafði óskað sérstaklega eftir túnfiskssalati sem er uppáhalds salatið mitt og djöflatertu sem er uppáhaldskakan mín. Eftir á að hyggja er auðvelt að koma auga á hversu viðeigandi það var miðað við tilefnið.

Hvernig voru fermingarfötin þín?

Fermingarfötin mín voru fyrstu sparifötin sem voru ekki bara svört eða hvít. Ég var í brúnum jakka yfir hvíta skyrtu og blátt bindi. Buxurnar voru gráar og sennilega svartir skór við.

Hvað var eftirminnilegasta fermingargjöfin?

Mamma og pabbi gáfu mér ferð til Frakklands til að hitta bróður minn sem býr þar. Við fórum haustið eftir ferminguna. Reyndar fékk ég líka fyrsta símann minn í fermingargjöf, hinn ósigrandi Nokia 5210.

Uppáhalds tónlist frá þessum tíma?

Uppáhaldstónlistin mín á þessum tíma var Quarashi. Ég hlustaði almennt ekki á rap eða hip-hop en Quarashi átti hug minn allan. Hún var og er uppáhalds íslenska hljómsveitin mín. Ég fermdist árið 2003 en þá hafði Jinx-platan vinsæla komið út árið áður. Ári síðar kom síðasta plata Quarahsi út og var ég sá eini í bekknum mínum sem hlustaði enn á Quarashi á þeim tíma.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search