Ég er alveg ótrúlega glöð og þakklát fyrir móttökurnar sem ég hef fengið

Emelía Dögg Sigmarsdóttir sem er nýorðin 34 ára, fædd á Húsavík en alin upp á Akureyri. Hún er nýflutt til Vestmannaeyja en hún er með aðstöðu hjá Allra heilsa á Strandveginum þar sem hún býður upp á ýmis nudd. Blaðamaður Tíguls heyrði í Emilíu og tók á henni stöðuna.

Eftir að Hún kláraði náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum á Akureyri eyddi hún næstu 3 árum í það að flakka um heiminn og átti heima í Þýskalandi, Danmörku og Qatar áður en hún flutti til Reykjavíkur og byrjaði að læra nudd við Nuddskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist árið 2015. Árið 2022 bætti hún við sig BA gráðu í sálfræði, fannst henni vanta eina háskólagráðu með þessu. 

Síðustu 6 ár hefur Emelía starfað hjá Kírópraktorstöðinni sem heilsunuddari og eftir að stöðin opnaði útibú hér í Eyjum fór hún að koma reglulega til Eyja að nudda. Eina helgina gerðist það að veðrið var ekki með henni í liði, eða samt jafnvel jú, því hún var ekki að komast heim eftir vinnuhelgi í Eyjum þannig að vinkona hennar tók hana með sér á Lundann og það endaði nú á því að verða mjög örlagaríkt kvöld. Þar rakst Emelía á einn frábæran eyjapeyja sem að lokum þurfti ekki langan tíma til að sannfæra hana um að flytja hingað. 

Emelía hafði ekki komið mjög oft til Eyja nema einu sinni á þjóðhátíð fyrir mörgum árum og svo til að keppa í handbolta, en það hefur alltaf verið hennar aðal áhugamál. Hún þurfti því miður að hætta að spila fyrir ári síðan eftir að hafa fengið slæman heilahristing en í dag finnst henni rosalega gaman að vera bara áhorfandi og nýjasti stuðningsmaður ÍBV og Krókódíll.

 

 

Hvernig nudd ertu að bjóða upp á?

Mér finnst mjög mikilvægt að nudd hafi einhvern tilgang þannig að ég sé í “mission-i” að laga eitthvað og til að ná að bæta lífsgæði kúnnans. Þannig að ég er mest að vinna með djúpt nudd, íþróttanudd eða svokallað vont/gott nudd, það er þá mögulega vont á meðan því stendur en kúnnanum líður betur eftirá. En auðvitað hlusta ég líka bara á það sem kúnninn vill og enda alltaf á smá svona kósý.

 

Hvað finnst þér best við Vestmannaeyjar?

Ég er alveg ótrúlega glöð og þakklát fyrir móttökurnar sem ég hef fengið hérna. Eyjafólk er yndislegt og ég dýrka það að lenda aldrei í mikilli bílaumferð og svo finnst mér yfirleitt bara logn og næs veður hérna.

Ef að fólk hefur áhuga á að bóka í nudd þá er hægt að finna mig undir Heilsunudd Emelíu á Noona appinu eða senda mér skilaboð.

Þar er í boði 30 og 50 mínútna nudd og hægt að velja á milli klassískt, íþrótta og meðgöngunudd.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search