Ég er á 5 degi í COVID veikindum – Einkennin sem ég hef haft hingað til eru virkilega óspennandi

06.10.2020

Ef þú ert í rólegheitum og vantar eitthvað að gera þætti mér pínku vænt um að þú lesir þetta við tækifæri

 

Svona byrjar facebookfærsla hjá Auði Tinnu Hlynsdóttur sem er á 5 degi í COVID veikindum. Tígull hafði samband við Auði og fékk að deila skrifum hennar með ykkur.

——————————-
þetta er samt pínu langt hjá mér er ekkert annað að gera en að liggja fyrir , en þar sem mér líður oft betur að koma einhverju á blað þá ætla ég að láta það bara flakka hérna…..Ég er á 5 degi í COVID veikindum.
Einkennin sem ég hef haft hingað til eru virkilega óspennandi: hryllilegur hausverkur, miklir beinverkir og liðverkir, hiti, mikill svimi og orkuleysi, þyngsli yfir bringuna og mikil mæði hefur verið að bætast við og já ég er BARA á degi 5, það gætu verið 9 dagar eftir en líka 19(þess vegna lengur).
——————————
Þannig að fyrir ykkur sem haldið að þetta sé bara leiðinleg flensa þá er þetta ekki alveg svo auðvelt, þrátt fyrir að margir komist í gegnum þetta einkennalausir sem er nottla bara frábært samt.
——————————
Staðan á mér núna: ég er 33 ára og tel mig bara vera við góða heilsu og frekar fínu formi, ég ligg núna á 5 degi eins og skata því þegar ég hreyfi mig er eins og ég hafi skellt mér á hlaupabrettið í 30 mín en sem betur fer er frábært utanumhald hjá COVID teyminu og líka heimilislækninum mínum hér, þetta fólk fylgist með súrefnismettunninni hjá mér og líðan og auk þess er ég sjálf að fá mettunarmæli til að fylgjast með ástandinu mínu, þakka fyrir það og finnst ég öruggari.
——————————
Ég fer semsagt í sóttkví á fimmtudagskvöld með stelpunum en þar líða bara nokkrir klukkutímar þar til ég byrja að finna fyrstu einkenni og svo stuttu seinna fárveik bara og fór í skimun, það eitt að smitast er skellur… en að vera fárveikur og lesa á fréttamiðlum og vera meðvituð að ÉG og stelpurnar mínar komu 600 MANNS í sóttkví og næstum heilt bæjarfélag fer á hliðina og ég var fljótlega mjög meðvituð um að fólk vissi að þetta væri ég(fékk skilaboð og hringingar, en allt fallegt btw)….hvernig var sú tilfinning:
——————————
ÖMURLEG! Ég lá upp í sófa eins og hrísla og las þetta alltaf aftur og aftur, 600 MANNS!
——————————
Sprittaði ég mig: . Var ég alltaf að huga að smitvörnum? . Fór ég yfir smitvarnir með börnunum mínum? JÁ,sirka trilljón sinnum.
En samt náði þessi veira okkur….
——————————
það sem hefur hjálpað mér hingað til er öll væntumþykkjan og hugulsemin sem ég hef mætt hjá mínu nánasta en líka annar staðar óvænt frá og fyrir það er ég eeendlaust þakklát, bara vá ég hélt þar sem ég setti nánast heilt bæjarfélag á hliðina yrði ég ekkert sú vinsælasta sko en ég hef engu mætt hingað til nema samkennd og umhyggju, við vorum á 2 degi í einangrun þegar eigandi ísbúð Huppu hringdi og vildi gefa mér og stelpunum ís fyrir utan tröppurnar, hversu fallegt og yndislegt samfélag sem ég bý í hér á Selfossi ég fæ margar hringingar á hverjum degi og skilaboð og þið vitið hver þið eruð og ég er svo þakklát, þetta hjálpar og styður meir við mann en ykkur grunar…svo ég þakka ég fyrir á hverjum degi að fólkið mitt er einkennalaust ennþá og ég er líka þakklát fyrir að stelpurnar mínar eru nánast einkennalausar.
——————————
Þrátt fyrir að hafa veiruna þannig að aðal pointið mitt með þessum pósti fyrir utan þakklæti til fólksins míns er að plís ekki gera lítið úr þessari veiru og alls ekki hlusta á þvæluna í Trump að þetta sé bara eitthvað easy peasy ástand fyrir alla og ekkert að hræðast, þetta eru mjög óþægileg veikindi og þar á auki eru eftirköst þessarar veiru ekki enn þekkt.
——————————
En sendi styrk og baráttukveðjur til hinna sem eru veikir í þessari veiru og þið hin nýtið ykkur sóttkvínna og takið bara snemmbúin jólaþrif og skápaþrif eða takið þáttamaraþon hlýðum Víði, það eru flest allir að gera sitt besta til að berjast gegn veirunni og þessi veira fer ekki manngreiningsálit.
—————————–
Ást og friður og takk fyrir ef þú hefur nennt að lesa þetta til enda.
Auður Tinna Hlynsdóttir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search