Ég á eitt líf er undurfagurt lag sem hún Guðný syngur svo vel, þessi unga lista kona er aðeins 17 ára gömul en hefur strax látið til sín leiða í listaheiminum. En í sumar málaði hún ásamt frænku sinni ruslatunnur bæjarins. Þær lífga heldur betur upp á bæinn.
Guðný er dóttir Helga Rasmussen Tórzhamar og Kristínar M Guðmundsóttir.
Flytjandi : Guðný Emilíana
Lag : Helgi Rasmussen Tórzhamar & Guðný Emilíana Tórshamar
Texti : Helgi Rasmussen Tórzhamar & Ólafur Týr Guðjónsson
Útsetning og upptökustjórn : Gísli Stefánsson
Við viljum með þessu lagi vekja athygli á málefninu “ Ég á bara eitt líf “ sem snertir okkur öll. Boðskapur textans er kærleikur, einskonar ástaróður til lífsins.
Lagið er nú þegar komið á Spotify
Spotify https://open.spotify.com/track/4gBkvBpl8tGGAYUCfcMprg
Myndband við lagið kemur út á veraldarvefnum 14. eða 15. október.
