Eftirköstin búin að vera mjög erfið

Anna Lilja Tómadóttir og maðurinn hennar Kjartan Sölvi Guðmundsson greindust með Covid19 í mars síðastliðinn. Við heyrðum í Önnu Lilju og fengum að heyra hennar reynslu af Covid19.

Nafn, fjölskylda og aldur: Anna Lilja Tómasdóttir, 45 (að verða 46) gift Kjartani Sölva Guðmundssyni og eigum við 4 börn; Tómas Aron, Eyþór Daða , Kristján Inga og Sóldísi Sif.

Hvenær greindist þú? Við hjónin fórum  í skimun 23. mars og niðurstöður komu svo daginn eftir og greindumst við bæði jákvæð.

Hvernig grunaði þig að þú værir smituð?  Ég missti allt bragð- og lyktarskyn og þá var ég nokkuð viss þar sem þau einkenni höfðu verið mikið í umræðunni.

Hvernig lýstu veikindin sér hjá þér? Ég missti fyrst lyktar- og bragðskyn.

Svo fékk ég í ca 2 til 3 daga andþyngsli og mikinn höfuðverk í nokkra daga ásamt miklum vöðvaverkjum og þreytu.

Varstu við fulla heilsu þegar þú greindist? Ég er ekki alveg heilsuhraust fyrir, en var í þokkalegu formi.

Hvað varstu lengi veik? Ég var veik í viku og var síðan útskrifuð rúmri viku eftir það.

Hvernig ertu í dag 4 mánuðum eftir útskrift? Eins sorglegt og mér finnst að segja það þá eru eftirköstin búin að vera mér mjög erfið. Mjög úthaldslítil og þarf mjög lítið til að ég mæðist.

Andleg uppbygging hefur líka tekið mjög á en ég er ótrúlega þakklát fyrir fólkið í kringum mig, á yndislega fjölskyldu og vini sem eru búin að hjálpa mér mikið.

Ég er líka mjög þákklát skapferlinu mínu, er með svakalegt keppnisskap sem hefur komið mér langt og komið í veg fyrir að ég gefist upp þegar brekkan hefur verið brött .

Hvað viltu ráðleggja fólki sem var að greinast? Bara að fara eftir öllu sem því er sagt að gera og passa sig extra vel að fara rólega af stað þegar þetta er yfirstaðið.

Hvað viltu ráðleggja fólki sem tekur þessu ekki full alvarlega? Ég bara ráðlegg öllum að taka þessu alvarlega, þessari veiru er full alvara. Við erum ansi mörg sem erum að glíma við erfið eftirköst.

Hvernig leið þér þegar þú fékkst jákvæða niðurstöðu út testinu? Mér leið hræðilega, leið mjög illa yfir því að öll börnin mín þyrftu að fara í sóttkví með tilheyrandi tekjutapi fyrir þá elstu. En einnig líka þegar ég áttaði mig á því að geta ekki verið nálægt börnunum og fjölskyldunni minni í allavega 2 vikur. Dóttir mín 10 ára átti mjög erfitt og finn ég breytingu á henni eftir þessa lífsreynslu. Að vera vön því að mamma breiði yfir sig á hverju kvöldi og kyssi sig góða nótt yfir í það að mamma komi ekki nálægt henni í 2 vikur tók virkilega á. Strákarnir eru orðnir það stórir að það var öðruvísi fyrir þá.

Hún er samt heppin að eiga eldri bræður sem voru duglegir að hugsa um hana. Við gátum samt ekkert verið saman, við hjónin t.d. borðuðum alveg sér, en það bjargaði okkur samt að geta verið saman , það er örugglega mjög einmannalegt að vera einn í þessu.

Gerðir þú þér grein fyrir alvarleikanum þá? Ekki alveg strax og þegar ég var útskrifuð hélt ég að þetta væri bara allt komið sem átti heldur betur eftir að koma í ljós að svo var alls ekki.

 

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is