Efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19

> Ríkið greiðir allt að 75% launa fólks næstu mánuði
> Ríkisábyrgð á brúarlánum til fyrirtækja
> Frestun og afnám opinberra gjalda
> Ferðaþjónusta styrkt
> Sérstakur barnabótaauki með öllum börnum
> Heimild til úttektar séreignarsparnaðar
> Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna framkvæmda
> Framkvæmdum flýtt og fjárfest í tækniinnviðum
> Umfang aðgerða um 230 milljarðar króna
> Umfang aðgerða fyrsta áfanga stjórnvalda til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru nemur um 230 ma.kr. eða tæplega 8% af landsframleiðslu. Aðgerðirnar eru þríþættar og miða að því að tryggja afkomu fólks og fyrirtækja, verja grunnstoðir samfélagsins og skapa öfluga viðspyrnu fyrir efnahagslífið.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu aðgerðirnar í Hörpu í dag.

Aðgerðir stjórnvalda munu veita öflugt mótvægi við efnahagsáhrif vegna COVID-19. Þær miða fyrst og fremst að því að verja störf og auðvelda heimilum og fyrirtækjum að takast á við það tímabundna tekjutap sem þau kunna að verða fyrir. Í ljósi minnkandi umsvifa munu stjórnvöld í krafti hlutastarfaleiðarinnar greiða allt að 75% launa starfsfólks sem lækkar í starfshlutfalli, að hámarki 700 þúsund kr., og gera þannig launafólki og atvinnurekendum kleift að halda ráðningarsambandi. Úrræðið gildir næstu tvo og hálfan mánuð en reynslan af úrræðinu verður endurmetin í maí nk.

Fyrirtækjum verður gefinn kostur á að fresta greiðslum opinberra gjalda til næsta árs til að bæta lausafjárstöðu í atvinnurekstri og gistináttaskattur verður afnuminn til ársloka 2021. Útlánasvigrúm verður aukið með lækkun bankaskatts og ríkisábyrgð á lánum til lífvænlegra fyrirtækja, sem er ætlað að auðvelda þeim að standa í skilum, sérstaklega vegna launagreiðslna. Með því að hjálpa fyrirtækjum að standa í skilum og viðhalda ráðningarsambandi launafólks og vinnuveitenda má stytta þann tíma sem fyrirtæki þurfa til að ná viðspyrnu á ný.

Heimilin í brennidepli

Afkoma heimilanna er í brennidepli aðgerðanna. Þegar hafa verið tryggðar greiðslur til fólks í sóttkví sem er grundvallaratriði til að hjálpa fólki við að taka ábyrgar ákvarðanir til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hlutastarfaleiðinni er ætlað að verja störf og afkomu fólks við þrengingar á vinnumarkaði. Einnig verður veitt heimild til að taka út séreignarsparnað að hámarki 800 þ.kr. á mánuði í 15 mánuði og endurgreiðslur vegna viðhaldsvinnu við heimili og frístundahúsnæði hækkaðar í úr 60% í 100%. Að auki verður endurgreiðsluúrræðið útvíkkað til heimilisþjónustu og tekin upp ný heimild fyrir þriðja geirann svokallaða, sem nær m.a. til almannaheilla- og íþróttafélaga, til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu fólks við byggingaframkvæmdir á þeirra vegum. Loks verður greiddur út sérstakur barnabótaauki 1. júní 2020 með öllum börnum undir 18 ára aldri. Foreldrar með lægri meðaltekjur en 927 þús. kr. á mánuði árið 2019 fá 40 þús. kr. á hvert barn og aðrir 20 þús kr.

Farið verður í sérstakt 20 ma.kr. fjárfestingarátak árið 2020, þar sem hið opinbera og félög þess setja aukinn kraft í samgöngubætur, fasteignaframkvæmdir, og upplýsingatækni, auk þess sem framlög verða aukin í vísinda- og nýsköpunarsjóði. Fram kom á fundi ráðherranna að inntak þess átaks verður nánar kynnt innan skamms.

Ýtarleg glærukynning, Viðspyrna fyrir íslenskt samfélag

Spurt og svarað um aðgerðirnar má lesa hér

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is