Laugardagur 30. september 2023

Efla þarf samþættingu á þjónustu við fatlað fólk

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs ræddi stöðu Heimaeyjar – vinnu- og hæfingarstöðvar og mikilvægi þess að fara í endurskoðun á starfseminni þar á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs.
Í Heimaey er veitt mikilvæg þjónusta í formi verndaðrar vinnu, hæfingar og dagþjónustu fyrir fatlað fólk ásamt þjónustu við örorkuþega. Aukin þörf er á að stækka aðstöðu dagþjónustu, hæfingar og virkniþjálfunar auk þjónustu við fötluð börn á grunn- og framhaldsskóla aldri í formi lengdrar viðveru eftir skóla eða í sumarúrræði. Efla þarf samþættingu á þjónustu við fatlað fólk. Einnig er þörf á því að styrkja stuðninginn við atvinnumál fatlaðs fólks og öryrkja í samvinnu við VMST. Ráðið tekur undir þau sjónarmið sem farið var yfir á fundinum og felur framkvæmdastjóra að kalla saman starfshóp sem leggur fyrir ráðið hugmyndir að framtíðarskipulagi á starfsemi Heimaeyjar og nauðsynlegum breytingum þeim tengdum. Í starfshópnum sitja auk framkvæmdastjóra sviðs, Þóranna Halldórsdóttir forstöðumaður Heimaeyjar, Björg Bragadóttir umsjónarþroskaþjálfi og Silja Rós Guðjónsdóttir umsjónarfélagsráðgjafi.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is