05.05.2020
Dýralæknaþjónusta Suðurlands ehf er að koma á morgun loksins til Vestmannaeyja en eins og flestir vita þá er sú aðstaða sem þau hafa haft ekki lengur til staðar. Þannig þau verða á nýjum stað sem er gamla fiskasafnið, Sæheimar.
Ástæða þess að þau hafa ekki komið í nokkurn tíma er auðvitað vegna COVID-19 ástandsins og þau hafa verið hálfmönnuð vegna þessa. En nú stefna þau að koma einu sinni í mánuði ( ath auglýsingin var röng inn á Tígulsíðunni ) Þannig að þau ítreka að þau munu alltaf stefna á að koma til Vestmannaeyja einu sinni í mánuði.
Þau vilja taka það fram að tímapantanir eru einungis í síma 482-3060.
