Dýpið í Landeyjahöfn er gott þrátt fyrir mikinn veðurham undanfarnar vikur á mánuði. Höfnin er opin hvað dýpi varðar en veður hefur hamlað reglulegum siglingum til og frá Landeyjahöfn. Dýpið á rifinu er orðið í minna lagi og þarf að dýpka þar fljótlega. Til stendur að dýpka um leið og veður leyfir.
Dýpkunarskip Björgunar er tilbúið til dýpkunar og bíður færis í Eyjum.
