Föstudagur 30. september 2022

Dúni Geirz stóð við sitt og nú skorar hann á ykkur sem gáfuð LIKE

Í dag kl 1600 gekk Dúni Geirz inn á rakarastofuna hjá Viktori og lét raka á sig mottu eða Mexikanan eins og Viktor sagði okkur að þessi útgáfa að skeggi heitir.

En eins og þið flest vitið á skoraði Arnór Arnórsson á Dúna að raka á sig mottu í tilefni Mottu mars. Dúna leist ekki vel á þessa áskorun en lét til leiðast ef að Arnór myndi ná 1000 like á áskorunar færsluna á facebook. Arnór tók til sinna bragða og fékk t.d. okkur á Tígli í lið með sér ásamt fleirum sem eru með slatta af fylgendum og viti menn, Arnóri tóks að safna vel yfir 1000 like eða rúmlega 1100.

Og nú skorar Dúni á ykkur á móti.

Þið sem settu LIKE á þessa áskorenda færslu!

Ég skora á ykkur að leggja 1000kr inn á Krabbavörn Vestmannaeyja 

582-26-2000 kt 651090-2029

Við vorum að sjálfsögðu á staðnum í dag þegar Viktor rakaði Dúna, en Dúni hefur verið með alskegg síðustu tuttugu ár, hann játaði því alveg að hafa veri með í maganum í allan dag yfir þessu. Það verður eitthvað að venja sig af því að taka í skeggið góða segir Dúni að lokum og brosir af þessu öllu.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is