Þriðjudagur 16. ágúst 2022

- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Dularfullt hljóð vakti marga í nótt

Í nótt um klukkan fjögur vöknuðu nokkrir bæjarbúar við undarlegt hljóð

Það var líkt og einhverskonar viðvörun væri í gangi, einn ungur drengur vakti mömmu sína og var hræddur um að það væri komið stríð, aðrir voru uggandi yfir því að jafnvel væri farið að gjósa á ný.

Það var talsvert hringt í lögregluna í nótt og tilkynnt um hljóðið dularfulla og fór lögreglan strax í málið. Kom hljóðið frá skipinu Breka VE og var viðvörunarhljóð vegna bilunar. Ræstur var um leið út vélstjóri Breka sem fór í málið sagði Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjón

Nokkur ár síðan að viðvörunar lúðrar voru teknir úr notkun

Tígull spurði Jóhannes Ólafsson út í það hvernig væri farið að því í dag að ræsa bæjarbúa ef það þyrfti: Jóhannes sagði að fólk fengið sms í símana sína með skilaboðum um hvað ætti að gera og hvað væri í gangi ef um svo alvarlegan atburð væri að ræða.

Tígull spurði þá út í viðvörunar lúðrana:  Jóhannes sagði að það væru nokkur ár síðan að viðvörunar lúðrar hefðu verið teknir úr notkun.

Einnig yrði það metið hvort þurfi að keyra um bæinn með sírenur á til að vekja meiri athygli á, en það er vegið og metið sagði Jóhannes að lokum.

Þá vitum við það kæru lesendur, ekki óttast þótt þið heyrið í flautu, eða lúðri það er ekki komið eldgos né komið stríð.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is