Hinn árlegi fjölskyldutími Dugnaðar fór fram í íþróttahúsinu laugardaginn 10. nóvember. Þá sameinast iðkendur með fjölskyldur sínar og taka góða æfingu saman.
Þetta hefur heppnast mjög vel og vakið mikla ánægju hjá hópnum. Við viljum sína að hjá okkur geta allir verið með og við erum ein stór fjölskylda. Sá yngsti í gær var Rökkvi Daðason 4 mánaða sem mætti með mömmu sinni
Eftir tímann er svo kaffi og með því þar sem gaman er að setjast niður í góðu spjalli.
Fengum við nokkrar myndir frá þeim hjá Dugnaði og af þeim að dæma þá var mikið fjör.

































Previous
Next